Fjárrekstur Fé sem bjargað var af Þeistareykjum var rekið til byggða á laugardag.
Fjárrekstur Fé sem bjargað var af Þeistareykjum var rekið til byggða á laugardag. — Morgunblaðið/Atli Vigfússon
„Það eru afföll víða, sums staðar mjög mikil,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, um fjárskaða af völdum óveðursins í síðustu viku.

„Það eru afföll víða, sums staðar mjög mikil,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, um fjárskaða af völdum óveðursins í síðustu viku. Hann sagði vitað að einhver hundruð fjár hefðu tapast og taldi að sú tala ætti eftir að hækka. Svo virðist sem snjó sé ekki að taka upp til fjalla.

Þórarinn sagði að fjárskaðar hefðu orðið allt frá Kelduhverfi í austri og vestur í Húnavatnssýslu. Hann taldi líklegt að afföll yrðu einna mest í Mývatnssveit, á Þeistareykjum, Reykjaheiði og í austanverðum Bárðardal. Hann hafði einnig heyrt af afföllum í Húnavatnssýslu og Skagafirði og á 1-2 bæjum í Vaðlaheiði í Eyjafirði. Þá hefði fé tapast á Flateyjardal.

„Við eigum allir eftir að fara í aðrar göngur. Ætli veruleikinn blasi ekki við okkur þá,“ sagði Þórarinn. „Þá held ég að margir verði raunsæir á hvað er í gangi. Ég held að það sé alveg ljóst að afföll verði óumflýjanleg.“ gudni@mbl.is 6