Þokki Baltasar heillaði blaðamann.
Þokki Baltasar heillaði blaðamann. — Morgunblaðið/Golli
Johanna Schneller, blaðamaður kanadíska dagblaðsins The Globe and Mail, fjallar með skemmtilegum hætti á vef blaðsins um þá sex daga sem hún sótti kvikmyndahátíðina í Toronto og þá m.a.
Johanna Schneller, blaðamaður kanadíska dagblaðsins The Globe and Mail, fjallar með skemmtilegum hætti á vef blaðsins um þá sex daga sem hún sótti kvikmyndahátíðina í Toronto og þá m.a. um viðtal sem hún tók við Baltasar Kormák vegna kvikmyndar hans, Djúpið. Schneller er augljóslega sátt við útlit Baltasars því hún segir tvisvar í stuttum texta sínum að hann sé „hunky“, eða kynþokkafullur. „Hann lítur út fyrir að vera hinn íslenski Colin Farrell,“ segir Schneller eftir að hafa lýst klæðaburði Baltasars og hárgreiðslu. Allt í einu hafi hún fengið gífurlegan áhuga á íslenskri kvikmyndagerð. Líklega hefur kynþokki Baltasars eitthvað haft um það að segja.