Michel Hazanavicius
Michel Hazanavicius
Franski kvikmyndaleikstjórinn Michel Hazanavicius, sá er hlaut Óskarsverðlaun í ár fyrir kvikmyndina The Artist, mun leikstýra kvikmyndinni In the Garden of Beasts og fer leikarinn Tom Hanks með aðalhlutverkið í henni.

Franski kvikmyndaleikstjórinn Michel Hazanavicius, sá er hlaut Óskarsverðlaun í ár fyrir kvikmyndina The Artist, mun leikstýra kvikmyndinni In the Garden of Beasts og fer leikarinn Tom Hanks með aðalhlutverkið í henni. Myndin mun vera afar dýr í framleiðslu og segja af sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi nasismans á árunum 1933-7, sagnfræðingnum William Dodd. Natalie Portman mun fara með hlutverk dóttur Dodds, Mörthu.

Hazanavicius bárust mörg leikstjórnartilboð frá Hollywood eftir sigurgöngu The Artist á Óskarsverðlaununum og mun hann m.a. hafa tekið að sér að leikstýra gamanmynd sem gamanleikarinn Will Ferrell framleiðir.