Blesgæsir Auðþekkjanlegar á svörtum rákum á kviði og hvítri blesu.
Blesgæsir Auðþekkjanlegar á svörtum rákum á kviði og hvítri blesu.
Fuglavernd skorar á veiðimenn að virða friðun blesgæsar, nú þegar gæsirnar eru að streyma til landsins frá varpstöðvum sínum á Grænlandi.

Fuglavernd skorar á veiðimenn að virða friðun blesgæsar, nú þegar gæsirnar eru að streyma til landsins frá varpstöðvum sínum á Grænlandi. Fuglavernd skorar einnig á lögreglumenn og sýslumannsembætti í Borgarfirði og á Suðurlandi að auka eftirlit með gæsaveiðum og skoða afla veiðimanna. Fullorðnar blesgæsir eru auðþekkjanlegar á svörtum rákum á kviði og hvítri blesu. Ungar blesgæsir þekkjast frá öllum öðrum gæsum á gulum fótum, heiðagæs og grágæs eru með bleika fætur, svo og á röddinni.

Sérstaklega vill Fuglavernd hvetja veiðimenn sem hyggjast stunda gæsaveiðar á Vesturlandi og Suðurlandi til að hafa varann á sér, en þar eru aðalviðkomustaðir þessarar fágætu gæsar. Sérstaklega er mikil hætta á að blesgæsir komi inn á skotvölinn þar sem gæsir eru lokkaðar að í kornökrum og stillt er upp gervigæsum. Grágæsir og heiðagæsir á Íslandi standa hinsvegar betur og er óhætt að veiða nokkuð af þeim stofnum á sjálfbæran hátt. Fuglavernd vill einnig hvetja veitingahúsaeigendur til að vera á varðbergi gagnvart gæsum sem þeim eru boðnar til kaups, að þeir séu vel meðvitaðir um hvaða gæsir eru friðaðar. Grænlandsblesgæsin er enn í hættu og stofninn lítill. Því er áframhaldandi friðun nauðsynleg og að hún sé virt af veiðimönnum.