Kennsla Börnin hlýða athugul á kennarann Katrine Klinken.
Kennsla Börnin hlýða athugul á kennarann Katrine Klinken. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Matgæðingar framtíðarinnar lærðu að búa til danskt smurbrauð í Norræna húsinu um helgina undir styrkri leiðsögn danska matreiðslubókahöfundarins Katrine Klinken. Kenndi hún börnum átta ára og eldri að búa til girnilegt smurbrauð í tveimur vinnustofum.

Matgæðingar framtíðarinnar lærðu að búa til danskt smurbrauð í Norræna húsinu um helgina undir styrkri leiðsögn danska matreiðslubókahöfundarins Katrine Klinken. Kenndi hún börnum átta ára og eldri að búa til girnilegt smurbrauð í tveimur vinnustofum. En þær voru hluti af Barnabókmenntahátíðinni Matur úti í mýri sem stóð yfir um helgina.

Klinken kenndi börnunum að búa til smurbrauð úr einföldu og góðu hráefni svo sem rúgbrauði, kartöflum, tómötum og káli. Einnig kenndi hún hópnum að búa til majones og kann ljósmyndari Morgunblaðsins nú þá kúnst eftir að hafa verið viðstaddur og myndað börnin sem voru áhugasöm um matargerðina. En námskeiðið fór fram í fallegu haustveðri í gróðurhúsi Norræna hússins.