Gremja Námamenn í S-Afríku eru allt annað en ánægðir með launin.
Gremja Námamenn í S-Afríku eru allt annað en ánægðir með launin. — AFP
Mótmæli og ofbeldi einkenna námaiðnaðinn í Suður-Afríku um þessar mundir og virðist vera að ýta upp heimsmarkaðsverði á platínu.

Mótmæli og ofbeldi einkenna námaiðnaðinn í Suður-Afríku um þessar mundir og virðist vera að ýta upp heimsmarkaðsverði á platínu. Um 80% af platínuuppgreftri heimsins fara fram í Suður-Afríku og virðist ekki útlit fyrir að takist að róa námuverkamenn í landinu.

Uppúr sauð við Marikana-námuna í ágústmánuði en náman er í eigu fyrirtækisins Lonmin. Alls féllu 34 í átökum sem brutust út í tengslum við mótmæli námamanna. Platínuframleiðsla í landinu hefur dregist saman um þriðjung og vantar uppá um 4.000 únsur af platínu á dag m.v. vinnslutölur í eðlilegu árferði.

Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingi í góðmálmaverslun að flókið verði að leysa úr þeim hnút sem myndast hefur í Suður-Afríku.

Eftirspurn eftir platínu í iðnaði er hófleg en verð er samt á uppleið, að því er virðist drifið áfram af fjárfestum. Frá miðjum ágúst hefur platínuúnsan hækkað úr u.þ.b. 1.400 dölum upp í ríflega 1.700 dali.

ai@mbl.is