Mótmæli Mótmælendur í Peking mótmæltu við sendiráð Japans.
Mótmæli Mótmælendur í Peking mótmæltu við sendiráð Japans. — AFP
Mótmæli gegn Japönum voru haldin víða um Kína í gær í kjölfar fregna þess efnis að japönsk yfirvöld hefðu keypt eyjaklasann Senkaku í Suður-Kínahafi. Eyjarnar hafa verið bitbein Japana og Kínverja um árabil.
Mótmæli gegn Japönum voru haldin víða um Kína í gær í kjölfar fregna þess efnis að japönsk yfirvöld hefðu keypt eyjaklasann Senkaku í Suður-Kínahafi. Eyjarnar hafa verið bitbein Japana og Kínverja um árabil. Báðar þjóðir gera tilkalla til klasans, sem Kínverjar kalla reyndar Diaoyu, og hefur mikil reiði blossað upp meðal Kínverja í kjölfar fréttanna. Sex kínversk skip sigldu að eyjunum á föstudaginn og sögðu kínversk yfirvöld að þau hefðu verið þar til að gæta laga og reglu. Japönsk yfirvöld vildu hins vegar meina að um innrás væri að ræða og mótmæltu harðlega. Japanski fáninn var brenndur víða um Kína í gær og biðlaði Yoshihiko Noda, forsætisráðherra Japans, í gær til kínverskra stjórnvalda um að öryggi japanskra ríkisborgara og fyrirtækja yrði tryggt.