Heift Þúsundir manna fylktu liði í mótmælum í Pakistan í gær þar sem myndin var fordæmd. Bandarískir fánar og myndir af Barack Obama voru brennd. Þess er krafist að lokað verði á samskipti landsins við Washington.
Heift Þúsundir manna fylktu liði í mótmælum í Pakistan í gær þar sem myndin var fordæmd. Bandarískir fánar og myndir af Barack Obama voru brennd. Þess er krafist að lokað verði á samskipti landsins við Washington. — AFP
Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Mótmæli vegna kvikmyndarinnar „Sakleysi múslímanna“ hafa nú geisað víða um heim í 5 daga. Alls hafa 4 mótmælendur fallið í átökunum, einn í Líbanon og þrír í Túnis.

Guðrún Sóley Gestsdóttir

gudrunsoley@mbl.is Mótmæli vegna kvikmyndarinnar „Sakleysi múslímanna“ hafa nú geisað víða um heim í 5 daga. Alls hafa 4 mótmælendur fallið í átökunum, einn í Líbanon og þrír í Túnis.

Lögreglan í Antwerpen í Belgíu handtók í gærmorgun 120 manns við mótmæli vegna kvikmyndarinnar. Mótmælendur kölluðu slagorð gegn Bandaríkjunum og lofuðu Múhameð spámann.

Lögreglan í París handtók 100 manns sem höfðu safnast saman við sendiráð Bandaríkjanna í borginni til að mótmæla myndinni. Lögregla þar í landi telur flesta mótmælendur tengjast Salafistum, sem eru múslímskir bókstafstrúarmenn. Mohamed Moussaoui, talsmaður samtaka múslíma í Frakklandi fordæmdi mótmælin og sagði að þátttakendur þeirra væru ekki fulltrúar allra múslíma í landinu. „Múslímar ættu að beita löglegum og sanngjörnum aðferðum til að verja trú sína,“ sagði Moussaoui.

Al-Quaeda hvetja til mótmæla

Bandarísk yfirvöld hafa ráðlagt þegnum sínum að yfirgefa Súdan og Túnis eftir árásir á sendiráð Bandaríkjanna þar í landi. Þá eru bandarískir ríkisborgarar varaðir við því að ferðast til þessara landa. Samtökin al-Qaeda hvetja heimsbyggðina til frekari mótmæla og aðgerða gegn Bandaríkjunum vegna myndarinnar, en að mati samtakanna er Múhameð spámaður svívirtur í myndinni.Ekki hefur opinberlega verið staðfest hverjir framleiðendur myndarinnar eru en Egyptinn Nakoula Besseley, sem búsettur er í Bandaríkjunum, var í gær yfirheyrður af lögreglu, grunaður um að hafa framleitt myndina í samstarfi við kristna bókstafstrúarmenn.

Svæðissamtök Al-Qaeda á Arabíuskaganum, AQAP, hvöttu íbúa til ofbeldisaðgerða gegn sendiráðum Bandaríkjanna hvarvetna og múslíma í vestrænum löndum til að ráðast á „allt sem tengist Bandaríkjunum“. Skemmdarverk hafa verið unnin á veitingastöðum bandarískra skyndibitakeðja, en einnig hefur verið ráðist að ýmsum stofnunum og fyrirtækjum sem tengjast Bandaríkjunum.

Öll spjót á Bandaríkjunum

Þúsundir manna fylktu liði í mótmælum í Pakistan í gær þar sem myndin var fordæmd. Bandarískir fánar og myndir af Barack Obama voru brennd auk þess sem gerð var krafa um að lokað yrði á samskipti landsins við Washington. Minnst 8 slösuðust í mótmælum við bandaríska sendiráðið í hafnarborginni Karachi í Pakistan í gær. Leiðtogi meintu hryðjuverkasamtakanna Jamaat-ud-Dawa ávarpaði mótmælin og krafðist þess að bandarískum embættismönnum yrði vísað úr landi og sakaði bandarísk stjórnvöld um samsæri gegn múslímum. Frekari mótmæli áttu sér stað í borginni Multan, þar sem myndir af bandaríska kvikmyndagerðarmanninum Terry Jones voru brenndar, en Jones hefur kynnt myndina og mælt með henni á opinberum vettvangi.

Aðför gegn Múhameð
» Talið er að framleðendur myndarinnar séu lærisveinar kristins prests í Kaliforníu
» Presturinn, Zakaria Botros Henein, predikar að Múhameð hafi verið samkynhneigður og barnaníðingur.
» Heinen var fangelsaður í Egyptalandi fyrir að hafa áreitt múslíma og reynt að snúa þeim til kristinnar trúar.