Verkfræðingafélag Íslands heldur í dag, föstudag, ráðstefnu í tilefni af 100 ára afmæli félagsins á þessu ári. Ráðstefnan ber heitið Verkfræði á nýrri öld og þar verður fjallað um hagnýta verkfræði í nýjum greinum, rannsóknum og atvinnulífi.

Verkfræðingafélag Íslands heldur í dag, föstudag, ráðstefnu í tilefni af 100 ára afmæli félagsins á þessu ári.

Ráðstefnan ber heitið Verkfræði á nýrri öld og þar verður fjallað um hagnýta verkfræði í nýjum greinum, rannsóknum og atvinnulífi. Ætlunin er að kynna áhugaverð svið þar sem verkfræðingar hafa verið að hasla sér völl, með nýrri tækni, rannsóknum og frumkvöðlastarfi.

Ráðstefnan fer fram í ráðstefnusal Arion banka, Borgartúni 19, og hefst hún kl. 14. Kristinn Andersen, formaður VFÍ, setur ráðstefnuna og síðan verða flutt átta erindi um hin margvíslegustu verkefni. Ráðstefnustjórar eru Margrét Edda Ragnarsdóttir og Þórólfur Árnason.

Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn.