PGA-mótaröðin hefur tilkynnt hvaða fimm kylfingar hafa verið tilnefndir sem PGA-kylfingur ársins. Þeir eru Jason Dufner, Rory McIlroy, Brandt Snedeker, Bubba Watson og Tiger Woods.

PGA-mótaröðin hefur tilkynnt hvaða fimm kylfingar hafa verið tilnefndir sem PGA-kylfingur ársins. Þeir eru Jason Dufner, Rory McIlroy, Brandt Snedeker, Bubba Watson og Tiger Woods. Nefnd sérfræðinga valdi kylfingana fimm en kylfingar á mótaröðinni koma til með að velja á milli þeirra.

Fjórir Bandaríkjamenn

Fjórir hinna tilnefndu eru Bandaríkjamenn en McIlroy kemur frá Norður-Írlandi eins og kunnugt er. McIlroy vann flest mót eða fjögur en Woods vann þrjú. Dufner og Snedeker unnu tvívegis en Watson vann einungis eitt mót en það var reyndar sjálft Masters-mótið. Snedeker sigraði í Fedex-úrslitakeppninni.

Þeir kylfingar sem koma til greina sem nýliði ársins á mótaröðinni eru: Charlie Beljan, Jonas Blixt, Bud Cauley, John Huh og Ted Potter, Jr. kris@mbl.is