Alls hafa 43 þingmál verið lögð fyrir 49. kirkjuþing þjóðkirkjunnar, sem gerði hlé á störfum sínum í gærkvöldi, en mörg þeirra snúa að skipulagsmálum, m.a. sameiningu prestakalla.

Alls hafa 43 þingmál verið lögð fyrir 49. kirkjuþing þjóðkirkjunnar, sem gerði hlé á störfum sínum í gærkvöldi, en mörg þeirra snúa að skipulagsmálum, m.a. sameiningu prestakalla.

Kirkjuþing samþykkti að sameina tvö prestaköll á Vestfjörðum, Patreksfjarðarprestakall og Tálknafjarðar- og Bíldudalsprestakall, og mun sameiningin taka gildi 1. janúar 2013. Þá var samþykkt að kynna tillögu að sameiningu Garða- og Saurbæjarprestakalla í Vesturlandsprófastsdæmi en ekki var kveðið á um gildistöku.

Tillögur um stórfelldar breytingar á skipan prestakalla á höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið lagðar fram á þinginu, þar á meðal um sameiningar fjölmennra prestakalla, segir í tilkynningu frá Biskupsstofu. „Því máli var vísað til kirkjuráðs til frekari skoðunar, enda væri um viðamiklar og kostnaðarsamar breytingar að ræða,“ segir í tilkynningunni.

Kirkjuþing mun koma saman aftur á næstu mánuðum og verða fjármál kirkjunnar þá tekin til umræðu. Tillaga um að færa Þorláksbúð var hins vegar felld og þá hvatti þingið til að deiliskipulagsvinnu í Skálholti yrði haldið áfram.