Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð stendur fyrir Ljósafossgöngu niður Esjuna þriðja árið í röð. Er þetta gert til að minna á stuðninginn og þá sem eru að berjast við krabbamein.

Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð stendur fyrir Ljósafossgöngu niður Esjuna þriðja árið í röð. Er þetta gert til að minna á stuðninginn og þá sem eru að berjast við krabbamein. Ljósið sinnir að jafnaði um 300 manns á mánuði og er stór endurhæfingar- og stuðningsdagskrá alla virka daga.

Ljósafossgangan verður farin laugardaginn 17. nóvember. Mæting kl. 15.00 við Esjustofu og þar mun Valgeir Skagfjörð laða fram notalega tóna meðan fólk býr sig í gönguna. Gangan hefst kl. 15.30.

Kveikt á ljósum kl. 17.00 við Steininn og þar með hefst Ljósafossgangan niður Esjuna. Allir eru beðnir að taka með sér höfuð- eða vasaljós.

Áætlað er að koma niður um kl. 18.00. Esjustofa mun bjóða öllum upp á vöfflur og rjóma. Allir eru velkomnir í gönguna.