Þriðji fundur í fundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópusamræður verður í dag kl. 12 í stofu 201 í Odda. Fundurinn fjallar um byggðastefnu ESB og Ísland.

Þriðji fundur í fundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópusamræður verður í dag kl. 12 í stofu 201 í Odda. Fundurinn fjallar um byggðastefnu ESB og Ísland.

Erindi flytja John Bachtler frá Skotlandi, prófessor í Evrópufræðum, Kari Aalto, forstöðumaður Evrópuskrifstofu Norður-Finnlands, og Anna Margrét Guðjónsdóttir, ráðgjafi í Evrópumálum. Þau munu m.a. fjalla um stefnu ESB í byggðamálum og hvaða áhrif ESB-aðild kunni að hafa á byggðamál á Íslandi, bæði í dreifbýli og á höfuðborgarsvæðinu.

Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar á vefsíðu stofnunarinnar: www.ams.hi.is.