[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björn Bergmann Sigurðarson , leikmaður enska B-deildarliðsins Wolves, fékk vægan heilahristing í leik gegn Brighton um síðustu helgi þegar hann stökk upp í skallaeinvígi.

Bj örn Bergmann Sigurðarson , leikmaður enska B-deildarliðsins Wolves, fékk vægan heilahristing í leik gegn Brighton um síðustu helgi þegar hann stökk upp í skallaeinvígi. „Ég fékk smá heilahristing gegn Brighton eftir að hafa fengið högg rétt fyrir ofan augað . Þá er hnéð líka aumt eftir að brotið var á mér rétt fyrir annað markið,“ sagði Björn við heimasíðu Úlfanna. Björn hefur komið við sögu í 13 leikjum með Úlfunum á tímabilinu, þar af 11 í B-deildinni en mestmegnis sem varamaður. Hann átti við ýmis meiðsli að stríða til að byrja með á leiktíðinni en er ánægður með þá leiki sem hann fær. „Síðustu vikur hef ég verið ánægður með þá leiki sem ég hef spilað. Það hefur verið frábært að fá fleiri mínútur og mér líður betur vegna þess,“ segir Björn Bergmann Sigurðarson.

Axel Ingi Jónsson hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari karla og kvenna í júdó. Hann mun taka við af Bjarna Friðrikssyni um áramótin og gildir samningur hans fram yfir Ólympíuleikana árið 2016. Axel hefur gegnt starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara um nokkurt skeið.

A lexander Frei , markahæsti leikmaður í sögu svissneska landsliðsins í knattspyrnu, mun leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Frá þessu greindu forráðamenn FC Basel í gær en Frei hefur spilað með liðinu undanfarin þrjú og í öll skiptin hefur liðið hampað meistaratitlinum. Frei er 33 ára gamall og hefur skorað 42 mörk í 84 leikjum með svissneska landsliðinu.

Alexis Sanchez , framherji Barcelona og landsliðs Síle, verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 3:1 tapi Sílemanna gegn Serbíu í fyrrakvöld. Sanchez meiddist á ökkla og er talið að hann verði frá æfingum og keppni næstu fjórar vikurnar.

H ans Óttar Lindberg , danski landsliðsmaðurinn í handknattleik sem er af íslensku bergi brotinn, en báðir foreldrar hans eru íslenskir, gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk fyrir Hamburg í fyrrakvöld þegar liðið bar sigurorð af TuS N-Lübbecke, 33:32, í þýsku 1. deildinni. Átta af mörkunum skoraði Lindberg af vítalínunni. Hann er langmarkahæstur í deildinni en hornamaðurinn knái hefur skorað 102 mörk í 12 leikjum eða 8,5 mörk að meðaltali í leik. Næstur kemur Daninn Morten Olsen hjá Hannover Burgdorf sem hefur skorað 88 mörk.

Brendan Rodgers , knattspyrnustjóri Liverpool, segir að úrúgvæski framherjinn Luis Suárez sé ekki á leið frá félaginu í janúar en Manchester City hefur verið orðað við leikmanninn á undanförnum dögum. „Suárez verður ekki settur á uppboð í janúar. Hann verður hjá okkur,“ segir Rodgers en Suárez hefur verið sjóðheitur á tímabilinu og skorað 11 mörk í 16 leikjum, þar af átta í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann er markahæstur ásamt Robin van Persie.