Hlutafjárútboð Í rannsókn FME voru ekki fundin nein dæmi um viðskipti á grundvelli innherjaupplýsinga. Eimskip verður skráð á markað í dag.
Hlutafjárútboð Í rannsókn FME voru ekki fundin nein dæmi um viðskipti á grundvelli innherjaupplýsinga. Eimskip verður skráð á markað í dag.
Fjármálaeftirlitið fann ekki dæmi þess efnis að viðskipti með hlutabréf Eimskipafélags Íslands hefðu verið framkvæmd á grundvelli innherjaupplýsinga.

Fjármálaeftirlitið fann ekki dæmi þess efnis að viðskipti með hlutabréf Eimskipafélags Íslands hefðu verið framkvæmd á grundvelli innherjaupplýsinga. Vakin er þó athygli á mikilvægi þess að þátttakendum í lokuðum útboðum sé gert ljóst fyrirfram um takmarkanir og skilmála, til að mynda hvort fyrirvarar við tilboð séu heimilaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hefur verið birt á heimasíðu FME.

Vegna málsins var húsleit gerð hjá umsjónaraðilum útboðsins, Straumi fjárfestingarbanka og Íslandsbanka þann 29. október. Í samtali við mbl.is segist Pétur Einarsson, forstjóri Straums fjárfestingarbanka, vera mjög ánægður með þessa niðurstöðu og hversu stuttan tíma rannsóknin hafi tekið. Aðspurður hvort einhvern lærdóm megi draga af þessu máli segir Pétur að það þurfi „klárlega að ræða betur um hvernig kjaramál stjórnenda og hagsmunir hluthafa fari betur saman“.