Samstarfssamningur við UN Women til þriggja ára undirritaður.
Samstarfssamningur við UN Women til þriggja ára undirritaður.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra landsnefndar UN Women, hafa undirritað samstarfssamning fyrir árin 2013-2015.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra landsnefndar UN Women, hafa undirritað samstarfssamning fyrir árin 2013-2015. Utanríkisráðuneytið og UN Women hafa um árabil átt samstarf og frá árinu 2007 hefur samstarfið verið formgert með samningi. Framlög til landsnefndarinnar samkvæmt samstarfssamningnum munu nema samtals 26,5 milljónum króna á gildistímanum, með fyrirvara um fjárveitingu samkvæmt fjárlögum.

Markmið samningsins er að efla kynningu á hlutverki og starfsemi UN Women og auka samvinnu utanríkisráðuneytisins við landsnefndina. Landsnefndin hefur m.a. veitt ráðuneytinu ráðgjöf og umsögn vegna málefna á fjölþjóðlegum vettvangi hvað varðar kynjajafnréttismál.