Hús Hæstaréttur í Reykjavík.
Hús Hæstaréttur í Reykjavík.
Hæstiréttur hefur sakfellt fjóra karlmenn fyrir að leggja á ráðin um og standa saman að innflutningi á samtals 877,81 grammi af kókaíni, sem unnt var að framleiða um 3,7 kíló af kókaíni úr.

Hæstiréttur hefur sakfellt fjóra karlmenn fyrir að leggja á ráðin um og standa saman að innflutningi á samtals 877,81 grammi af kókaíni, sem unnt var að framleiða um 3,7 kíló af kókaíni úr.

Þyngstan dóm, þriggja ára fangelsi, hlaut Andri Þór Eyjólfsson, fæddur 1987, en hann braut gegn skilyrðum reynslulausnar. Hafþór Logi Hlynsson, fæddur árið 1987, hlaut tveggja og hálfs árs fangelsi og karlmaður fæddur árið 1982 hlaut átján mánaða dóm. Fjórði maðurinn, fæddur árið 1941, hlaut fimmtán mánaða fangelsi.

Upphaf málsins má rekja til þess að lögreglu bárust ábendingar um að Hafþór Logi flytti inn fíkniefni í ferðatöskum. Gerð var húsleit hjá honum í janúar 2010. Tæpum mánuði síðar var maður handtekinn á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, með tvær ferðatöskur þar sem kókaín var falið. Þó svo að burðardýrið gæfi ekki strax upp nöfn samverkamanna sinna bárust böndin strax að Hafþóri Loga.

Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness í málinu að lögregla hleraði einnig síma Hafþórs og í einu símtalinu var honum greint frá því að ekkert heyrðist í burðardýrinu. Talað var undir rós og rætt um það hvort viðkomandi væri týndur uppi á jökli eða hvort hann væri að „tjilla“. Í því samhengi er burðardýr sagt týnt uppi á jökli þegar hann er gripinn í tollinum en að „tjilla“ hafi hann ekki verið tekinn.

andrikarl@mbl.is