Valgerður Bjarnadóttir
Valgerður Bjarnadóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Auðvitað hefðum við kosið að hafa lengri tíma til að yfirfara gögn sérfræðingahópsins áður en frumvarpið yrði lagt fram,“ segir Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

„Auðvitað hefðum við kosið að hafa lengri tíma til að yfirfara gögn sérfræðingahópsins áður en frumvarpið yrði lagt fram,“ segir Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Frumvarp til stjórnskipunarlaga var afgreitt úr nefndinni í gær en á mánudaginn skilaði sérfræðingahópur nefndarmönnum áliti að drögum að frumvarpinu. „Fyrst meirihlutinn kýs að hafa þennan háttinn á þá þýðir það að krafa um vandaða yfirferð þingsins verður enn ríkari,“ segir Birgir.

Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sér ekki ástæðu til þess að ræða málið frekar í nefndinni að sinni. „Nú verður frumvarpið lagt fram og þá hefst hin efnislega umræða. Það er búið að fara yfir tillögurnar af okkar færustu sérfræðingum og í kjölfarið fá allir þingmenn tækifæri til að taka þátt í efnislegri umræðu um málið,“ segir Valgerður og bætir við að minnihluti nefndarinnar hafi neitað að ræða málið á fundum síðasta vetur. heimirs@mbl.is 26