Eggert Benedikt Guðmundsson
Eggert Benedikt Guðmundsson
Frá Eggerti Benedikt Guðmundssyni: "Íslensk stjórnmál þarfnast fólks, sem skilur atvinnulífið og mikilvægi þess að allir þátttakendur taki höndum saman í uppbyggingu þess. Íslensk stjórnmál þurfa fólk, sem lætur sig velferð heildarinnar varða, ekki bara eigin hagsmuni."

Íslensk stjórnmál þarfnast fólks, sem skilur atvinnulífið og mikilvægi þess að allir þátttakendur taki höndum saman í uppbyggingu þess. Íslensk stjórnmál þurfa fólk, sem lætur sig velferð heildarinnar varða, ekki bara eigin hagsmuni. Íslensk stjórnmál þurfa fólk, sem getur sett sig í spor annarra og skilið ólík sjónarmið, í því skyni að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Íslensk stjórnmál þurfa á fólki að halda, sem er reiðbúið að leggja sig fram um að ná þeim niðurstöðum, sem koma þjóðinni vel.

Nú ber vel í veiði, því Elínbjörg Magnúsdóttir býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í fyrra starfi mínu hjá HB Granda kynntist ég Elínbjörgu og fann að hún er einmitt þeim kostum búin, sem íslensk stjórnmál þurfa svo mjög á að halda. Því er mikilvægt að sjálfstæðismenn láti ekki happ úr hendi sleppa og tryggi Elínbjörgu Magnúsdóttur góðan árangur í prófkjörinu.

EGGERT BENEDIKT

GUÐMUNDSSON,

rafmagnsverkfræðingur.

Frá Eggerti Benedikt Guðmundssyni

Höf.: Eggerti Benedikt Guðmundssyni