Friðrik Þór Friðriksson
Friðrik Þór Friðriksson
Fjallað er með afar jákvæðum hætti um íslenska kvikmyndagerð í grein á vefnum Indiewire og athygli vakin á þeim íslensku kvikmyndum sem væntanlegar eru á næstu árum.
Fjallað er með afar jákvæðum hætti um íslenska kvikmyndagerð í grein á vefnum Indiewire og athygli vakin á þeim íslensku kvikmyndum sem væntanlegar eru á næstu árum. Meðal þeirra eru þrjár myndir sem Friðrik Þór Friðriksson er með á prjónunum, heimildarmyndin Steypireyðurin sem fjallar um stærstu skepnu jarðar; Sjóndeildarhringur sem er heimildarmynd um Georg Guðna Hauksson listmálara sem lést í fyrra og kvikmyndin Magný . Segir í greininni að ellefu kvikmyndir og heimildarmyndir verði að öllum líkindum frumsýndar á næstu tveimur til þremur árum og að enginn skortur sé á hinu fámenna Íslandi á alþjóðlega viðurkenndum listamönnum.