Að „funkera“ Sunnudaginn 11. nóvember voru málfarsráðunautur útvarpsins og sá sem sér um þáttinn Tungubrjót að svara fyrirspurnum hjá Sirrý.

Að „funkera“

Sunnudaginn 11. nóvember voru málfarsráðunautur útvarpsins og sá sem sér um þáttinn Tungubrjót að svara fyrirspurnum hjá Sirrý. Þar hringdi inn kona sem notaði enskuslettuna að „funkera“ og höfðu þáttastjórnandinn, útvarpsráðunauturinn og hinn aðilinn ekkert við það að athuga. Mér finnst þetta orð „funkera“ vera notað í tíma og ótíma bæði hjá lærðum og ólærðum. Ég hlusta alltaf á Samfélagið í nærmynd þegar ég kem því við. Hinn 13. október var m.a. rætt um nýútkomna bók um hráfæði, sagði annar þáttastjórnandinn: „Það eru ekki mörg „item“ í þessari uppskrift“! Ég er sennilega orðin gömul og fylgist ekki með „eðlilegum“ breytingum á ylhýra málinu okkar. Eða hvað?

Guðrún.

Útvarp Saga

Mig langar til að hrósa Útvarpi Sögu fyrir góðar og vandaðar umræður og hrósa Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra fyrir frábæra stöð. Megi stöðin lifa sem lengst!

Hlustandi.