Málþingið Landheilsa – loftgæði – lýðheilsa verður haldið í dag kl. 13.30-16.30 í Öskju í HÍ. Þingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Á málþinginu verður fjallað um jarðvegstengda svifryksmengun, hverjar orsakir hennar eru og hvaða áhrif hún hefur á fólk. Einnig verður fjallað um það hvað hægt er að gera til að draga úr menguninni.
Málþingið er þverfaglegt og er ætlað sem vettvangur milli náttúruvísinda, lýðheilsuvísinda, hagfræði, stjórnsýslu, landnotenda og framkvæmdaaðila.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra setur málþingið og síðan verða flutt tíu erindi. Dagskrána má finna á www.ust.is.
Landgræðsla ríkisins og Umhverfisstofnun í samstarfi við embætti landlæknis standa fyrir málþinginu.