Túlipanar Jeff Koons við metverk – var slegið á fjóra milljarða kr.
Túlipanar Jeff Koons við metverk – var slegið á fjóra milljarða kr.
Met voru sett á uppboðum Sotheby's og Christie's í vikunni, þar sem seld var myndlist eftirstríðsáranna og samtímalistamanna. Mörg afar góð verk fóru undir hamarinn og bæði uppboðshúsin náðu hæstu hæðum hvað varðar heildarandvirði seldra verka.

Met voru sett á uppboðum Sotheby's og Christie's í vikunni, þar sem seld var myndlist eftirstríðsáranna og samtímalistamanna. Mörg afar góð verk fóru undir hamarinn og bæði uppboðshúsin náðu hæstu hæðum hvað varðar heildarandvirði seldra verka. Hjá Sotheby's seldust samtals 58 myndverk fyrir 375 milljónir dala, um 47 milljarða króna, og féll þar með eldra sölumet frá árinu 2008. Hjá Christie's voru kaupendur enn viljugri kvöldið eftir, og greiddu 412 milljónir dala, um 51 milljarð króna, fyrir slegin verk.

Aðallega voru seld verk eftir bandaríska listamenn en að sögn fjölmiðla komu kaupendur víða að og voru reiðubúnir að greiða metfé fyrir lykilverk eftir listamennina. „Það var mikið af erlendu fé hér í kvöld, meira en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir sérfræðingi í The New York Times um uppboð Christie's. Enginn var með hugann við alþjóðlega fjármálakreppu á þessum uppboðum.

Stjörnuverk kvöldsins hjá Sotheby's var málverk eftir Mark Rothko frá 1954 en það var slegið kaupanda fyrir 67 milljónir dala. Metfé fékkst þar fyrir „Number 4, 1951“ eftir Jacson Pollock; 40 milljónir dala, og málverk eftir Francis Bacon af öskrandi páfa, frá 1954, var selt fyrir 26,5 milljónir dala.

Hjá Christie's fékkst metverð fyrir verk eftir Franz Kline, Jeff Koons, Jean-Michel Basquiat og Diebenkorn, en dýrast var málverk Andy Warhol, „Statue of Liberty“, sem var slegið hæstbjóðanda á 44 milljónir dala – 5,5 milljarða kr.