Spurning Sviðsett málverk, ein ljósmynda Hugsteypunnar á sýningunni. Verkin vekja þá spurningu hvar hið eiginlega listaverk sé að finna.
Spurning Sviðsett málverk, ein ljósmynda Hugsteypunnar á sýningunni. Verkin vekja þá spurningu hvar hið eiginlega listaverk sé að finna.
Sýningin Sviðsett verður opnuð í Galleríi Ágúst á morgun, 17. nóvember, kl. 16. Á henni sýnir Hugsteypan ljósmyndasyrpuna Sviðsett málverk en Hugsteypan er samstarfsverkefni myndlistarmannanna Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur.

Sýningin Sviðsett verður opnuð í Galleríi Ágúst á morgun, 17. nóvember, kl. 16. Á henni sýnir Hugsteypan ljósmyndasyrpuna Sviðsett málverk en Hugsteypan er samstarfsverkefni myndlistarmannanna Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur.

Í ljósmyndasyrpunni kanna Ingunn og Þórdís samband málverks og ljósmyndar. „Unnin eru málverk til þess eins að mynda þau þar sem ákveðið augnablik í málverkunum er fest á filmu. Verkin skilja eftir spurninguna um hvar hið eiginlega listaverk sé að finna, í fyrirmyndinni eða eftirmyndinni,“ segir m.a. um sýninguna í tilkynningu en það er Markús Þór Andrésson sem ritar sýningartexta.

Ingunn og Þórdís hafa hin síðustu ár starfað saman sem Hugsteypan sem og sitt í hvoru lagi. Hugsteypan hefur tekið þátt í fjölda sýninga, m.a. í Hafnarborg, Kling & Bang galleríi, Listasafni Árnesinga og Listasal Mosfellsbæjar auk samsýninga á erlendri grundu. Þórdís hefur að mestu fengist við ljósmyndun en Ingunn málverk og innsetningar. Báðar hafa þær unnið út frá miðlunum sjálfum á rannsakandi hátt og leitast við að finna á þeim nýja fleti, að því er fram kemur í tilkynningu. Ólíkir bakgrunnar þeirra mætist í verkum Hugsteypunnar þar sem efnistökin geti verið allt frá hugleiðingum um listasöguna og eðli myndlistar til kíminnar notkunar á viðurkenndum aðferðum rannsókna til að vinna myndlistarverk þar sem útkoman sé alltaf fagurfræðileg og frjáls eftir því.

Frekari upplýsingar má finna á vef gallerísins: galleriagust.is og á vefsíðu Hugsteypunnar: hugsteypan.com.