— Morgunblaðið/Styrmir Kári
Útvarpsleikritið Í gömlu húsi, eftir Hávar Sigurjónsson, verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á sunnudaginn kl. 13. Í því segir af aldraðri konu sem kemur að 15 ára, heimilislausum vímuefnafíkli sofandi í stofu sinni.
Útvarpsleikritið Í gömlu húsi, eftir Hávar Sigurjónsson, verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á sunnudaginn kl. 13. Í því segir af aldraðri konu sem kemur að 15 ára, heimilislausum vímuefnafíkli sofandi í stofu sinni. Hún dregst inn í atburðarás sem hún hefur fram að því aðeins séð og heyrt um í gegnum fjölmiðla. Leikstjóri er Marta Nordal.