„Það sem helst einkenndi veiðiferðina var fádæma ótíð og frátafir frá veiðum vegna veðurs,“ segir Eiríkur Ragnarsson, skipstjóri á frystitogaranum Helgu Maríu AK, á vef HB Granda, en skipið kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun eftir 24...
„Það sem helst einkenndi veiðiferðina var fádæma ótíð og frátafir frá veiðum vegna veðurs,“ segir Eiríkur Ragnarsson, skipstjóri á frystitogaranum Helgu Maríu AK, á vef HB Granda, en skipið kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun eftir 24 daga úthald. „Það hafa verið skítabrælur með litlum hléum í heilan mánuð. Þótt það sé ekkert óvenjulegt að það bræli og það hressilega á þessum árstíma, þá er munurinn sá að nú gátum við ekki fært okkur milli svæða til þess að komast í betra veður. Það var óveður alls staðar,“ segir hann. Afli Helgu Maríu upp úr sjó var um 420 tonn í veiðiferðinni og áætlað aflaverðmæti um 137 milljónir króna.