Trimmklúbbur Seltjarnarness stendur fyrir svokölluðu kirkjuhlaupi á annan dag jóla, 26. desember. Lagt verður af stað frá Seltjarnarneskirkju kl.

Trimmklúbbur Seltjarnarness stendur fyrir svokölluðu kirkjuhlaupi á annan dag jóla, 26. desember. Lagt verður af stað frá Seltjarnarneskirkju kl. 10:00 og hlaupin um 14 km leið fram hjá fjölmörgum kirkjum borgarinnar; Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni, Landakotskirkju, Hjálpræðishernum, Dómkirkjunni, Fríkirkjunni, Kirkju aðventista, Hallgrímskirkju, Háteigskirkju, Kirkju óháða safnaðarins, Fossvogskapellu, Neskirkju og Seltjarnarneskirkju. Auðvelt er að stytta leiðina ef fólk vill. Ekki er boðið upp á tímatöku.

Að loknu hlaupi býður Seltjarnarneskirkja hlaupurum upp á heitt kakó og smákökur.

Í fyrra tóku um 70 hlauparar þátt í hlaupinu.