Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa afhent íröskum sveitum tvö skip sem nýta á við eftirlit og önnur verkefni við strendur landsins. Skipin, sem eru um 60 metrar á lengd, voru afhent af sjóher Bandaríkjanna 20.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa afhent íröskum sveitum tvö skip sem nýta á við eftirlit og önnur verkefni við strendur landsins.

Skipin, sem eru um 60 metrar á lengd, voru afhent af sjóher Bandaríkjanna 20. desember síðastliðinn en samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum vestanhafs geta skipin m.a. aðstoðað olíuborpalla, stærri eftirlitsskip og árásarbáta. Að auki má nýta skipin til fleiri verkefna, m.a. þegar færa þarf öryggissveitir á milli staða.

Eftir að brottflutningi Bandaríkjahers lauk 18. desember á síðasta ári eru nú innan við 200 hermenn eftir í landinu og aðstoða þeir einkum við þjálfun innlendra öryggissveita.