Vegfarendur Hópur krakka á leiðinni yfir gangbraut í Vesturbænum.
Vegfarendur Hópur krakka á leiðinni yfir gangbraut í Vesturbænum. — Morgunblaðið/Ásdís
Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Það sem af er vetri hefur að minnsta kosti 22 sinnum verið ekið á gangandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu. Þar af varð eitt banaslys, en banaslysum þar sem ekið er á gangandi hefur fjölgað.

Una Sighvatsdóttir

una@mbl.is

Það sem af er vetri hefur að minnsta kosti 22 sinnum verið ekið á gangandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu. Þar af varð eitt banaslys, en banaslysum þar sem ekið er á gangandi hefur fjölgað. Í nýrri skýrslu um öryggi gangandi vegfarenda segir að víða sé pottur brotinn í merkingum og oft séu ökumenn og vegfarendur ekki klárir á því hver hafi forgang.

Samkvæmt samantekt Rannsóknarnefndar umferðarslysa urðu 13 banaslys þar sem ekið var á gangandi vegfaranda á árunum 2007-2011, en þar af urðu fjögur banaslysanna í fyrra. Á þessu sama tímabili fækkaði hins vegar banaslysum vegna árekstra tveggja bíla og af þeim ástæðum leggur rannsóknarnefndin sérstaka áherslu á umferðaröryggi óvarinna vegfarenda.

Samkvæmt tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu yfir slys af þessu tagi frá 1. janúar 2009 til 30. nóvember 2012 eiga flest þeirra sér stað yfir vetrarmánuðina, ekki síst apríl, október og nóvember, en einnig janúar og september.