Belgía Þessir grallaralegu snjókarlar í búðarglugga eru búnir til úr súkkulaði.
Belgía Þessir grallaralegu snjókarlar í búðarglugga eru búnir til úr súkkulaði. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Blessuð jólin koma í dag og þá kætast börnin stór og smá. Enda eigum við flest lítið jólabarn innra með okkur og hugurinn vill reika til bernskujólanna á þessum tíma. Mikilvægt er að hafa þakklæti í huga á þessum árstíma.

Blessuð jólin koma í dag og þá kætast börnin stór og smá. Enda eigum við flest lítið jólabarn innra með okkur og hugurinn vill reika til bernskujólanna á þessum tíma. Mikilvægt er að hafa þakklæti í huga á þessum árstíma. Enda geta því miður ekki allir haldið gleðileg jól í þessum heimi og vert er að muna eftir söngtexta Magnúsar Eiríkssonar þar sem segir svo: Víða' er hart í heimi, horfin friðar sól. Margir láta gott af sér leiða yfir jólin og hjálpa þeim sem minna eiga.

Í flestum löndum er þó jólaundirbúningurinn gleðilegur og hátíðlegur og nóg að gera hjá fólki. Hér má sjá myndir sem sýna jólastemninguna í nokkrum löndum. Jólaljós lýsa upp umhverfið og brosin ljóma af spenntum andlitum barnanna sem geta ekki beðið eftir jólunum.