Meistarar Leikmenn Barcelona fagna bikarmeistaratitlinum.
Meistarar Leikmenn Barcelona fagna bikarmeistaratitlinum. — AFP
Barcelona á ekki bara frábært fótboltalið heldur er handboltalið félagsins firnasterkt og það fagnaði í gær sigri í spænsku bikarkeppninni þegar það hafði betur gegn Atletico Madrid í úrslitaleik, 32:24.

Barcelona á ekki bara frábært fótboltalið heldur er handboltalið félagsins firnasterkt og það fagnaði í gær sigri í spænsku bikarkeppninni þegar það hafði betur gegn Atletico Madrid í úrslitaleik, 32:24.

Staðan á milli þessara langbestu liða á Spáni var jöfn í leikhléi, 13:13, en í upphafi síðari hálfleik skoruðu Börsungar 7 mörk gegn einu og eftir það var eftirleikurinn auðveldur.

Þetta var áttundi bikarmeistaratitill Barcelona en liðið átti titil að verja og er einnig ríkjandi Spánarmeistari. Danski landsliðsmaðurinn Jesper Nöddespo var útnefndur maður leiksins en línumaðurinn öflugi skoraði 7 mörk og var markahæstur leikmanna Barcelona. Julen Aguinalgalde var markahæstur í liði Atletico með 4 mörk. gummih@mbl.is