Styrkur Gail Einarson-McCleery og Guðlaug Aðalsteinsdóttir hjá nefndinni.
Styrkur Gail Einarson-McCleery og Guðlaug Aðalsteinsdóttir hjá nefndinni. — Ljósmynd/Ásta Sól Kristjánsdóttir
Einstaklingar í félögum Þjóðræknisfélagsins í Vesturheimi söfnuðu fyrir jólin sem samsvarar um 625 þúsund krónum til styrktar Mæðrastyrksnefndunum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri og á Vesturlandi.

Einstaklingar í félögum Þjóðræknisfélagsins í Vesturheimi söfnuðu fyrir jólin sem samsvarar um 625 þúsund krónum til styrktar Mæðrastyrksnefndunum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri og á Vesturlandi. Gail Einarson-McCleery, fráfarandi formaður INLofNA, afhenti fyrir helgi Mæðrastyrksnefndinni í Reykjavík gjöfina og tók Guðlaug Aðalsteinsdóttir, varaformaður nefndarinnar, við henni. Þetta er þriðja árið í röð sem framlög berast Mæðrastyrksnefnd frá félögum fyrir vestan og er framlagið á þessum tíma tæpar 2,3 milljónir króna. steinthor@mbl.is