Þjóðaratkvæði Meirihluti kjósenda samþykkti umdeilda stjórnarskrá.
Þjóðaratkvæði Meirihluti kjósenda samþykkti umdeilda stjórnarskrá. — AFP
Önnur umferð þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá fór fram í Egyptalandi síðastliðinn laugardag og lagði meirihluti kjósenda blessun sína yfir hana. Stjórnarandstaðan er ósátt við niðurstöðu kosninganna og segir að um kosningasvik sé að ræða.

Önnur umferð þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá fór fram í Egyptalandi síðastliðinn laugardag og lagði meirihluti kjósenda blessun sína yfir hana. Stjórnarandstaðan er ósátt við niðurstöðu kosninganna og segir að um kosningasvik sé að ræða.

Fjölmiðlar í Egyptalandi hafa eftir einum af meðlimum Þjóðfrelsisfylkingarinnar í Egyptalandi, sem er stjórnarandstöðuflokkur þar í landi, að flokkurinn hafi beðið yfirkjörstjórn um að fara betur yfir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en endanleg niðurstaða verður gerð opinber með formlegum hætti í dag.

„Þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki endirinn á þessari vegferð heldur er hún einungis einn liður í baráttunni,“ er haft eftir Abdel Ghaffer Shokr, meðlimi í Þjóðfrelsisfylkingunni, og bætir hann við: „Við munum halda áfram að berjast fyrir egypsku þjóðina.“

Að sögn Bræðralags múslima, sem Egyptalandsforseti tilheyrir, og dagblaðsins Al-Ahram studdu 64% kjósenda nýja stjórnarskrá en kosningaþátttakan var um 32%.