Öryggisgæsla við Sómalíu.
Öryggisgæsla við Sómalíu.
Yfirvöld í Puntlandi, sem er hálfsjálfstætt hérað með heimastjórn í Sómalíu, segjast hafa komið 22 gíslum til bjargar en fólkinu var rænt af sómölskum sjóræningjum árið 2009.

Yfirvöld í Puntlandi, sem er hálfsjálfstætt hérað með heimastjórn í Sómalíu, segjast hafa komið 22 gíslum til bjargar en fólkinu var rænt af sómölskum sjóræningjum árið 2009. Í yfirlýsingu sem stjórnvöld í Puntlandi sendu frá sér í gær vegna málsins kemur m.a. fram að aðgerðir sjóhersins við að frelsa gíslana hafi hafist fyrir tveimur vikum síðan og að til átaka hafi komið á milli hersveita og sjóræningjanna.

„Eftir að hafa verið í haldi í tvö ár og níu mánuði sýna gíslarnir merki þess að hafa þolað pyntingar og glímt við veikindi,“ segir í yfirlýsingu stjórnvalda en búið er að flytja fólkið undir læknishendur. Fólkið kemur frá hinum ýmsu ríkjum, t.a.m. Gana, Indlandi, Pakistan, Filippseyjum, Súdan og Jemen.

Aukið eftirlit á hafsvæðinu við Sómalíu og hert öryggisgæsla um borð í skipum hefur valdið því að árásir sjóræningja á undanförnum árum hafa oftar en ekki reynst árangurslausar.