— AFP
Eldfjallið Copahue er byrjað að spúa reyk og ösku með tilheyrandi sjónarspili. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Argentínu og Síle gefið út viðvörun til íbúa á svæðinu og hafa margir þeirra yfirgefið heimili sín.
Eldfjallið Copahue er byrjað að spúa reyk og ösku með tilheyrandi sjónarspili. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Argentínu og Síle gefið út viðvörun til íbúa á svæðinu og hafa margir þeirra yfirgefið heimili sín. Svokölluð appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út í báðum ríkjunum en það mun vera hæsta viðbúnaðarstig. Eldfjallið Copahue er 3.000 metra hátt og stendur í Neuquen-héraði í suðvesturhluta Argentínu.