Innkast í trompi.

Innkast í trompi. S-Allir

Norður
D98
875
K8
ÁK1094
Vestur Austur
G75 632
G1064 K
G54 9763
DG2 87653
Suður
ÁK104
ÁD932
ÁD102
Suður spilar 6.

Þórarinn tannlæknir Sigþórsson hefur ekki sést við keppnisborð í áratugi, en hann spilar stundum á netinu, einkum á OK-bridge. Þar heitir hann „Icelax“, einhverra hluta vegna.

„Tóti hefur engu gleymt,“ segir lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson, einn af spilafélögum Þórarins á OK-vefnum. Jón var í hlutverki makkers og áhorfanda í norður. Þórarinn vakti á 1, Jón sagði 2 og síðan 4 við 2. Það dugði Þórarni til að reyna 6. Útspilið var 5.

Þórarinn spilaði trompi í öðrum slag – og kóngur upp úr austrinu. Þótt austur væri nokkuð hátt skrifaður á OK-vísu taldi Þórarinn ólíklegt að hann væri að blekkja með kónginn annan og gerði út á innkast á vestur. Hann drap á Á, tók tvo slagi í viðbót á spaða, henti tígli og spaða í ÁK og stakk lauf. Tók toppana þrjá í tígli og spilaði loks litlu trompi í þriggja spila endastöðu.

Gleðileg jól, kæri vestur.