Sigur Hljómsveitin Kraftwerk leitaði réttar síns og fór með sigur af hólmi. Dómurinn þykir býsna merkilegur.
Sigur Hljómsveitin Kraftwerk leitaði réttar síns og fór með sigur af hólmi. Dómurinn þykir býsna merkilegur.
Hæstiréttur í Þýskalandi hefur kveðið upp þann dóm að brotið hafi verið á höfundarrétti hljómsveitarinnar Kraftwerk þegar bútur úr lagi hennar var notaður í hipphopp-lag um miðjan tíunda áratuginn, án þess að leitað hafi verið leyfis hjá hljómsveitinni.
Hæstiréttur í Þýskalandi hefur kveðið upp þann dóm að brotið hafi verið á höfundarrétti hljómsveitarinnar Kraftwerk þegar bútur úr lagi hennar var notaður í hipphopp-lag um miðjan tíunda áratuginn, án þess að leitað hafi verið leyfis hjá hljómsveitinni. Búturinn er aðeins tveggja sekúndna langur, tekinn úr laginu „Metall auf Metall“ frá árinu 1977 og notaður 20 árum síðar í laginu „Nur Mir“ í flutningi Sabrinu Setlur. Deilt hefur verið um málið á æðri og lægri dómstigum allt frá árinu 2000, þegar Kraftwerk lögsótti höfunda „Nur Mir“, Moses Pelham og Martin Haas, fyrir brot á höfundarrétti, að því er fram kemur á vef breska dagblaðsins The Guardian.