Styrkir Aftari röð: Sigurður J. Þorleifsson, Össur Ingi Emilsson, Una Bjarnadóttir, Paolo Gargiulo. Fremri röð: Guðrún Dóra Bjarnadóttir, Sigríður B. Elíasdóttir, Anna Bryndís Einarsdóttir, Þórdís K. Þorsteinsdóttir.
Styrkir Aftari röð: Sigurður J. Þorleifsson, Össur Ingi Emilsson, Una Bjarnadóttir, Paolo Gargiulo. Fremri röð: Guðrún Dóra Bjarnadóttir, Sigríður B. Elíasdóttir, Anna Bryndís Einarsdóttir, Þórdís K. Þorsteinsdóttir. — Ljósmynd/Anna Ellen Douglas
Átta ungir vísindamenn á Landspítala fengu styrk úr Vísindasjóði LSH til klínískra rannsókna við athöfn í Hringsal 19. desember sl. Hver styrkur nam einni milljón króna. Vísindamennirnir ungu kynntu rannsóknir sínar með stuttum erindum.

Átta ungir vísindamenn á Landspítala fengu styrk úr Vísindasjóði LSH til klínískra rannsókna við athöfn í Hringsal 19. desember sl. Hver styrkur nam einni milljón króna. Vísindamennirnir ungu kynntu rannsóknir sínar með stuttum erindum.

Vísindamennirnir eru Anna Bryndís Einarsdóttir deildarlæknir fyrir rannsóknina: Óútskýrður skyndidauði hjá flogaveikum, Guðrún Dóra Bjarnadóttir, deildarlæknir og doktorsnemi, fyrir rannsóknina: Notkun methýlfenidats í æð meðal íslenskra vímuefnaneytenda, dr. Paolo Gargiulo verkfræðingur fyrir rannsóknina: Áhættugreining á lærbeinsbroti við og eftir heildarmjaðmarliðaskipti, Sigríður Birna Elíasdóttir deildarlæknir fyrir rannsóknina: Undirliggjandi ástæður háþrýstings og merki um marklíffæraskemmdir hjá 9 ára gömlum íslenskum börnum, Sigurður James Þorleifsson deildarlæknir fyrir rannsóknina: Lungnatrefjun á Íslandi, dr. Una Bjarnadóttir lífefnafræðingur fyrir rannsóknina: Hlutverk ósérhæfða ónæmiskerfisins og Bláa lóns efna á sérhæfingu T-frumna, dr. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur fyrir rannsóknina: Áhrif efnahagshrunsins á Íslandi á dánartíðni, sjúkdómstíðni og sjálfsskaða og Össur Ingi Emilsson, deildarlæknir og doktorsnemi, fyrir rannsóknina: Tengsl vélindabakflæðis að nóttu við öndunarfærasjúkdóma og kæfisvefn.