Starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma munu í dag, aðfangadag, veita fólki aðstoð í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði, Kópavogskirkjugarði og Hólavallagarði á milli kl. 9-15.
Starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma munu í dag, aðfangadag, veita fólki aðstoð í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði, Kópavogskirkjugarði og Hólavallagarði á milli kl. 9-15. Þeir aðstoða fólk við að finna leiði og afhenda ratkort ef með þarf, að því er segir í tilkynningu. Tekið er fram að Fossvogskirkjugarður sé lokaður fyrir bílaumferð milli kl. 9 og 15 á aðfangadag en hreyfihömluðum sé heimilt að aka um garðinn.