Sigríður Ella Hún syngur Nóttin var sú ágæt ein.
Sigríður Ella Hún syngur Nóttin var sú ágæt ein.
Sumt í sjónvarpsdagskránni man maður löngu eftir að hafa séð það. Það á við um upptöku frá 1986 sem RÚV sýnir í kvöld, Nóttin var sú ágæt ein. Þar les Helgi Skúlason þetta fræga kvæði og Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur ásamt kór Öldutúnsskóla.

Sumt í sjónvarpsdagskránni man maður löngu eftir að hafa séð það. Það á við um upptöku frá 1986 sem RÚV sýnir í kvöld, Nóttin var sú ágæt ein. Þar les Helgi Skúlason þetta fræga kvæði og Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur ásamt kór Öldutúnsskóla. Þetta var hátíðleg stund á sínum tíma og ekki er að efa að hún verður það aftur.

Einhver vill kannski halda því fram að sjónvarp geti ekki átt þátt í að færa fólki frið í hjarta en það er algjör misskilningur. Flutningur eins og þessi gerir það sannarlega. Jólin eiga að vera hátíðleg og það er allt í lagi að þau séu að hluta til alvöruþrungin. Stundum þurfum við einfaldlega að staldra við og íhuga hvað það er sem skiptir máli í tilverunni. Þetta þýðir vitaskuld ekki að við eigum að gleyma gleðinni. Við eigum að reyna að hafa sem mest pláss fyrir hana. Söngur fyllir okkur gleði og lotningu og það mun söngur Sigríðar Ellu gera í kvöld.

Svo er rétt að segja: Gleðileg jól.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Höf.: Kolbrún Bergþórsdóttir