Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki.
Fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmæla því harðlega að staða sýslumannsins á Sauðárkróki hafi ekki verið auglýst og í hana ráðið til eins árs á meðan óvissa ríkir um framtíðarskipan embættisins.

Fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmæla því harðlega að staða sýslumannsins á Sauðárkróki hafi ekki verið auglýst og í hana ráðið til eins árs á meðan óvissa ríkir um framtíðarskipan embættisins. Kemur þetta fram í bókun byggðaráðs sem oddvitar Framsóknarflokksins, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins rita undir.

Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að aðskilja sýslumanns- og löggæsluhluta sýslumannsembætta landsins. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki hættir um mánaðamót og ákvað innanríkisráðherra að fela sýslumanninum á Blönduósi að gegna stöðunni tímabundið. Byggðarráð telur óeðlilegt að á meðan lagafrumvarpið hefur ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu á Alþingi, sé staða sýslumannsins á Sauðárkróki lögð niður. Byggðarráð telur eðlilegt að ákvörðun um framtíðarskipun sýslumannsembætta sé tekin á Alþingi en ekki innan veggja ráðuneytis.