Af átján leikmönnum sem Guðmundur Þórður Guðmundsson, þáverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, tefldi fram á EM í Serbíu fyrir ári eru 11 í 16 manna hópnum sem Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, valdi síðdegis á miðvikudaginn til að fara með til Spánar.
Aron getur skipt út tveimur leikmönnum meðan á HM stendur ef honum sýnist svo. Þeir sem voru með á EM í fyrra en eru ekki með á HM núna eru: Hreiðar Levý Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Arnór Atlason, Alexander Petersson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Oddur Gretarsson og Rúnar Kárason.
Hreiðari Levý var skipt út úr hópnum fyrir Aron Rafn Eðvarðsson, markvörð, að lokinni riðlakeppni EM í fyrra. Þá fór einnig Oddur Gretarsson heim og Rúnari Kárasyni var skipt inn á.
iben@mbl.is