Allt að helmingur allra matvæla í heiminum fer til spillis. Þetta jafngildir um tveimur milljörðum tonna af mat. Stofnun vélaverkfræðinga í Bretlandi (The Institution of Mechanical Engineers) heldur þessu fram í nýrri skýrslu.

Allt að helmingur allra matvæla í heiminum fer til spillis. Þetta jafngildir um tveimur milljörðum tonna af mat. Stofnun vélaverkfræðinga í Bretlandi (The Institution of Mechanical Engineers) heldur þessu fram í nýrri skýrslu.

Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins. Í skýrslunni er bent á að þættir eins og slæm geymsla matvæla, strangar reglur um síðasta söludag, magntilboð og duttlungar neytenda hafi áhrif á þessa sóun.

Þá kemur fram í rannsókn verkfræðinganna að um 30% allrar grænmetisuppskeru séu látin eiga sig vegna útlits. Haft er eftir dr. Tim Fox, sem er yfirmaður orku- og umhverfismála hjá stofnuninni, að þetta sé yfirgengileg sóun.

Í skýrslunni er fullyrt að á milli 30 og 50% af matvælaframleiðslu heimsins, sem nemi fjórum milljörðum tonna á ári, fari til spillis. Talið er að helmingur alls matar sem er keyptur í Evrópu og í Bandaríkjunum fari beint í tunnuna. jonpetur@mbl.is