Inflúensa færist nú í aukana hér á landi eins og í nálægum löndum, samkvæmt upplýsingum sóttvarnalæknis. Á Íslandi hafa tvær gerðir inflúensunnar einkum verið áberandi og er önnur þeirra svínainflúensan frá 2009 en hún er nú orðin að árlegri inflúensu.
Inflúensa færist nú í aukana hér á landi eins og í nálægum löndum, samkvæmt upplýsingum sóttvarnalæknis. Á Íslandi hafa tvær gerðir inflúensunnar einkum verið áberandi og er önnur þeirra svínainflúensan frá 2009 en hún er nú orðin að árlegri inflúensu.
Tekið er fram að inflúensa sé oftast skaðlaus þeim sem hraustir eru en geti valdið alvarlegum einkennum, sérstaklega hjá þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.
Inflúensan hafi verið staðfest í öllum landshlutum nema í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum.