— Morgunblaðið/Golli
Friðlandið við Vífilsstaðavatn er eftirsóknarvert til útivistar á öllum tímum árs. Lífríki vatnsins er fjölbreytt og góð aðstaða til að njóta náttúrunnar, meðal annars útivistarstígur hringinn í kringum vatnið og slóði upp í Grunnavatnsskarð.
Friðlandið við Vífilsstaðavatn er eftirsóknarvert til útivistar á öllum tímum árs. Lífríki vatnsins er fjölbreytt og góð aðstaða til að njóta náttúrunnar, meðal annars útivistarstígur hringinn í kringum vatnið og slóði upp í Grunnavatnsskarð. Þótt veður fari heldur kólnandi er ekki að sjá annað en vel klæddir íbúar höfuðborgarsvæðisins geti áfram notið útivistar við Vífilsstaðavatn næstu daga.