Pero Milosevic, landsliðsþjálfari Katars, er þrautreyndur þjálfari. Hann stýrði um skeið landsliði Svartfellinga og undir hans stjórn tryggði það sér sæti á EM 2008. Hann hætti óvænt skömmu fyrir mótið sem fram fór í Noregi.

Pero Milosevic, landsliðsþjálfari Katars, er þrautreyndur þjálfari. Hann stýrði um skeið landsliði Svartfellinga og undir hans stjórn tryggði það sér sæti á EM 2008. Hann hætti óvænt skömmu fyrir mótið sem fram fór í Noregi.

Undanfarin ár hefur Milosevic þjálfað karlaliðið Lovcen í heimalandi sínu. Það vann bæði deild og bikar í Svartfjallalandi í vor og er fyrsta liðið til þess eftir að deildakeppni hófst í Svartfjallalandi eftir að landið varð sjálfstætt ríki fyrir sex árum.

Milosevic hætti skyndilega hjá félaginu í byrjun desember og hélt til Katars þar sem hann hefur þjálfað félagslið. Einnig hefur hann þjálfað félagslið á Spáni og í Makedóníu. Þá var Milosevic um skeið þjálfari kvennaliðsins Buducnost og stýrði því inn í undanúrslit í Meistaradeildinni fyrir rúmum áratug.

Síðast en ekki síst var Milosevic leikmaður hins goðsagnakennda handknattleiksliðs Metaloplastika Sabac. Metaloplastika-liðið á níunda áratug síðustu aldar er talið eitt allra besta félagslið sem fram hefur komið. iben@mbl.is