Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fór í gær í myndatöku á sjúkrahúsi í Portúgal vegna meiðsla í læri sem hafa hrjáð hann undanfarið. Hann hefur dvalið þar í æfingabúðum með Heerenveen.
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fór í gær í myndatöku á sjúkrahúsi í Portúgal vegna meiðsla í læri sem hafa hrjáð hann undanfarið. Hann hefur dvalið þar í æfingabúðum með Heerenveen.
Niðurstaðan er sú að ekki sé um alvarleg meiðsli að ræða, um var að ræða blæðingu á milli vöðva framan á lærinu, og talið er að hann verði leikfær þegar keppni í hollensku úrvalsdeildinni hefst á ný. Keppni í deildinni hefst á ný um aðra helgi og Heerenveen á þá heimaleik gegn Heracles. vs@mbl.is