Mario Draghi.
Mario Draghi.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Evrópu ákvað á fundi sínum í gær að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 0,75%. Hafa vextirnir aldrei verið jafn lágir. Ákvörðunin var í samræmi við væntingar flestra greinenda á markaði.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Evrópu ákvað á fundi sínum í gær að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 0,75%. Hafa vextirnir aldrei verið jafn lágir.

Ákvörðunin var í samræmi við væntingar flestra greinenda á markaði. Hins vegar hafði verið nokkur þrýstingur á peningamálayfirvöld að lækka vexti til að stemma stigu við minnkandi heildareftirspurn á evrusvæðinu.

Englandsbanki gerði heldur ekki breytingu á stýrivöxtum sínum í gær og eru þeir enn 0,5%. Hafa vextir bankans verðið óbreyttir í tæp fjögur ár. Eins var ákveðið að halda áfram að dæla lausafé út í hagkerfið, en frá mars 2009 hefur bankinn veitt samtals 375 milljarða punda í tengslum við slíkar aðgerðir.