<strong>Hvítur á leik. </strong>
Hvítur á leik.
Staðan kom upp í keppni ungra kvenna og heldri stórmeistara sem lauk fyrir skömmu í Podebrady í Tékklandi.
Staðan kom upp í keppni ungra kvenna og heldri stórmeistara sem lauk fyrir skömmu í Podebrady í Tékklandi. Stórmeistarinn Vlastimil Hort (2455) , sem fæddist í Tékkóslóvakíu en hefur búið í Þýskalandi undanfarna þrjá áratugi eða svo, hafði hvítt gegn hinni rússnesku Alinu Kashlinskaya (2344) . 45. Hxb6! Bxb6 46. Hxb6 Da8 47. Da4 svarta staðan er nú erfið. Framhaldið varð eftirfarandi: 47...H2e5 48. Db5 a4 49. Ha6 Dd8 50. Hxa4 H8e7 51. Dc6 H5e6 52. Dc5 Hd7 53. Dxd4 f4 54. Dxf4 Hxd5 55. Df7+ Kh8 56. Ha7 Dg8 57. Dxg8+ Kxg8 58. cxd5 Hd6 59. Ha5 og svartur gafst upp. Skákþing Reykjavíkur, Kornax-mótið, er nýhafið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Gestamót Goðans-Mátans fer einnig fram þessa dagana, sbr. nánari upplýsingar á www.skak.is.