Kannabis Plöntur sem lögregla lagði hald á í Hafnarfirði.
Kannabis Plöntur sem lögregla lagði hald á í Hafnarfirði.
Lögreglan lagði hald á um 1200 kannabisplöntur í tveimur húsleitum í Hafnarfirði í fyrradag. Kannabisplönturnar sem voru á ýmsum stigum ræktunar voru ræktaðar í iðnaðarhúsnæði.

Lögreglan lagði hald á um 1200 kannabisplöntur í tveimur húsleitum í Hafnarfirði í fyrradag. Kannabisplönturnar sem voru á ýmsum stigum ræktunar voru ræktaðar í iðnaðarhúsnæði.

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna rannsóknarinnar og játaði hann aðild að málunum tveimur. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu. Við húsleit sem lögreglan framkvæmdi á heimili hans var lagt hald á peninga, tugi gramma af marijúana og verulegt magn af áfengi að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.